Fræðsla fyrir leikskóla Kragans
Fjölmennt var á fyrirlestri á vegum menntanefndar Kragans sem var haldið í Sveinatungu í Garðabæ fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk leikskóla í Kraganum (öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur) 14. nóvember sl.
-
Fyrirlestur fyrir leikskóla í Kraganum
Fjölmennt var á fyrirlestri á vegum menntanefndar Kragans sem var haldið í Sveinatungu í Garðabæ fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk leikskóla í Kraganum (öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur) 14. nóvember sl.
Hildigunnur Árnadóttir, yfirfélagsráðgjafi Garðabæjar, hélt erindið ,,Hvað er börnum fyrir bestu?" þar sem hún fór yfir verklag í starfi barnaverndar og hvað þarf að hafa í huga um aðstæður barna og hvað þarf að koma fram í tilkynningum til barnavernda. Einnig var fjallað um hvernig aðstæður barna eru greindar og mikilvægis öflugs samstarfs milli þeirra fagaðila sem koma að starfi með börnum.