13. ágú. 2025

Fræðsludagar kennara í grunnskólum Garðabæjar

Þessa dagana standa yfir fræðsludagar kennara í grunnskólum Garðabæjar. Þá gefst kennurum tækifæri til að sækja fjölbreytt námskeið.

  • Fræðsludagar kennara í grunnskólum Garðabæjar
    Þessa dagana standa yfir fræðsludagar kennara í grunnskólum Garðabæjar. Þá gefst kennurum tækifæri til að sækja fjölbreytt námskeið.

Nú styttist í að skólarnir hefi göngu sína og undirbúningur kennarar og starfsfólks skólanna er í fullum gangi. Þessa dagana standa t.a.m. yfir fræðsludagar kennara í grunnskólum Garðabæjar.

Á fræðsludögum gefst kennurum kostur á að velja sér vönduð námskeið sem eru ýmist í formi fyrirlestra, málstofa og/eða vinnusmiðja.

Meðal þeirra ótal spennandi námskeiða sem eru kennd á fræðsludögum eru:

  • Netumferðarskólinn fyrir starfsfólk: þar fer Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og sviðsstjóri SAFT, Netöryggismiðstöðvar Íslands, m.a. yfir atriði í stafrænu umhverfi sem ber að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum.
  • Google-skólaumhverfið: þar verða fjölbreyttar leiðir kynntar til að nýta Google skólaumhverfið á markvissan og einfaldan hátt.
  • Spil í kennslustofunni: spil og leikir er áhugaverð kennsluaðferð og góð leið til efla rökhugsun, félagsfærni og glæða námið lífi. Á þessu námskeiði er fjallað um mikilvægi spila og leiðir til að byggja upp nemendur ásamt því að styðja við námsefni með ýmsum hætti.

Rannsóknarverkefni um lesskilning nemenda kynnt

Í tengslum við fræðsludaga verður sérstakt námskeið haldið um rannsóknarverkefni sem skólar Garðabæjar taka þátt í, í samstarfi við Háskóla Íslands. Námskeiðið er fyrir alla íslenskukennara sem kenna í 7. -10. bekk. Markmið verkefnisins er að stuðla að auknum lesskilningi nemenda.

Rannsóknarverkefnið byggir á námsorðaforðaprófi, lesskilningsprófi og stuttu ritunarprófi sem er lagt fyrir nemendur, bæði fyrir og eftir kennslu sérstaks námsefnis. Unnið verður með námsefnið í 6 vikur, 5–6 kennslustundir í hverri viku. Á námskeiðinu fá kennarar kynningu á námsefninu sem um ræðir.

Rannsakendur sem standa að verkefninu eru dr. Sigríður Ólafsdóttir og dr. Auður Pálsdóttir dósent á Menntavísindasviði og Ragnar F. Ólafsson fyrrum próffræðingur hjá Menntamálastofnun og nú doktorsnemi á Menntavísindasviði.

Verkefnið verður kynnt sérstaklega fyrir foreldrum og forráðafólki nemenda og stendur þeim til boða að afþakka þátttöku í verkefninu.