6. sep. 2018

Fræðsluerindi fyrir leikskólastjóra

Í dag, fimmtudaginn 6. september hélt Ragnhildur Gunnlaugsdóttir fræðsluerindi á fundi leikskólastjóra. Þar kynnti hún lokaverkefni sitt til M.Ed prófs um foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

  • Frá fræðsluerindinu
    Frá fræðsluerindinu

Í dag, fimmtudaginn 6. september hélt Ragnhildur Gunnlaugsdóttir fræðsluerindi á fundi leikskólastjóra. Þar kynnti hún lokaverkefni sitt til M.Ed prófs um foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Námsleiðin er skipulögð í samstarfi við Minnesota háskóla, University of Minnesota (UM), College of Education and Human Development. Meginmarkmið námsleiðarinnar er að búa fagfólk undir að vinna með foreldrum allra barna með áherslu á margbreytileika fjölskyldna og styrkja sjálfstraust foreldra í uppeldishlutverki sínu með fræðslu, umræðu og ráðgjöf um þroska barna og uppeldi í víðum skilningi. Jafnframt er markmiðið námsleiðarinnar að efla rannsóknarhæfni fólks og styrkja þar með rannsóknir á þessu sviði.

Ragnhildur hlaut styrk úr Þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ til að setja á fót námskeið fyrir foreldra barna á leikskólastiginu. Námskeiðin verða byggð upp á fræðslu, ígrundun foreldra og umræðum og verða þau auglýst nánar seinna í haust. 


Hér má nálgast lokaverkefni Ragnhildar.