2. ágú. 2019

Framkvæmdir á skólalóð Flataskóla

Framkvæmdir við endurgerð austurlóðar Flataskóla standa nú yfir. Unnið er að hjáleið meðfram vinnusvæðinu þar sem hægt verður að ganga.

  • Endurbætur á lóð Flataskóla - framkvæmdasvæði
    Endurbætur á lóð Flataskóla - framkvæmdasvæði

Framkvæmdir við endurgerð austurlóðar Flataskóla standa nú yfir.  Svæðið sem á að endurnýja er um 2200 m  Þar verður m.a. farið í landmótun í brekku og frágang yfirborða með grasi.  Verktaki er Dráttarbílar.  Áætlað er að verkinu ljúki í byrjun október. 

Unnið er að hjáleið meðfram vinnusvæðinu þar sem hægt verður að ganga. Ekið verður inn á framkvæmdasvæðið frá Vífilsstaðavegi og verður svæðið afgirt.  Eitthvað verður um efnisflutninga inn og út af svæðinu svo mikilvægt er að brýna fyrir börnum og öðrum sem eiga leið um að virða lokanir á svæðinu. 

Endurbætur á austurhluta lóðar Flataskóla