Framkvæmdir á stíg frá Arnarneslæk að Olís
Framkvæmdir á stígnum sem liggur frá Arnarneslæk að Olís eru að hefjast og mun sá kafli nú lokast fyrir hjólandi og gangandi umferð. Hjáleið er meðfram sjó.
Framkvæmdir á stígum meðfram Hafnarfjarðarvegi standa nú yfir. Vinna á stígnum frá Arnarneslæk að Olís eru að hefjast og mun sá kafli nú lokast fyrir hjólandi og gangandi umferð.
Á meðan á lokunum stendur verður hjólandi og gangandi umferð beint um stíginn meðfram sjó. Sjá meðfylgjandi teikningar sem sýnir hjáleið.

Nýir og betrumbættir stígar
Framkvæmdin er áfangi í endurnýjun stígum meðfram Hafnarfjarðarvegi, á vegum Betri samgangna. Núverandi stígar meðfram Hafnarfjarðvegi verða endurnýjaðir að hluta og nýr stígur lagður samhliða þar sem aðskildar leiðir verða fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Stígarnir verða sambærilegir þeim sem er við undirgöngin við Arnarnesbrú.
Samtímis verða sett upp ný skilti og lýsing verður endurnýjuð við stígana. Framkvæmdin mun þannig stuðla að auknu öryggi þeirra sem nota stígana.
