Framkvæmdir hafnar í kringum púttvöll í Sjálandi
Tilbúinn púttvöllur í Sjálandi lítur dagsins ljós næsta sumar.
Framkvæmdir eru hafnar fyrir púttvöll í Sjálandi. Púttvöllurinn er eitt þeirra verkefna sem hlutu flest atkvæði í íbúakosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær 2023-2025 en púttvöllurinn hlaut 886 atkvæði í kosningunni.
Áætlað er að völlurinn verði tilbúinn til notkunar sumarið 2025.