25. júl. 2025

Framkvæmdir í búningsklefum Ásgarðslaugar

Vegna nauðsynlegra viðhaldsframkvæmda verða breytingar á aðgengi að búningsklefum Ásgarðslaugar dagana 28. júlí til 1. ágúst.

  • Sundlauganótt í Ásgarðslaug
    Sundlauganótt í Ásgarðslaug

 

  • Fyrst verður ráðist í lagfæringar á karlaklefa sundlaugarinnar og verður hann lokaður tímabundið. Á meðan geta karlmenn nýtt sér báða útiklefana sem standa gestum opnir.

 

  • Að loknum framkvæmdum í karlaklefanum verður kvennaklefinn tekinn í gegn. Á meðan hann er lokaður geta konur einnig nýtt sér útiklefana sem verða opnir fyrir þær.


Við biðjum gesti um skilning og þolinmæði á meðan framkvæmdir standa yfir og minnum á að sundlaugin verður opin alla vikuna.