31. okt. 2025

Framkvæmdir við Breiðumýri

Mikilvægar framkvæmdir hafa farið fram við Breiðumýri undanfarna mánuði og hafa dregist úr hófi.

Það er öllum sem komið hafa að þessari framkvæmd ljóst að hún hefur reynt á þolinmæði íbúa á Álftanesi.

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að verklok hafa tafist, svo sem viðbætur í verkið þar sem tækifærið var nýtt og úrbætur gerðar á lýsingu við gönguþveranir og gönguþveranir hafa verið bættar. Bregðast þurfti við hinum ýmsu aðstæðum sem ekki var hægt að sjá fyrir ásamt því flækjustigi að halda núverandi kerfum lifandi samhliða lagningu nýrra kerfa.

BM

Lýsing er komin á í Breiðumýri en einungis á eftir að setja lampa á nýju staurana yfir gönguþveranirnar. Þá er unnið að því að leggja af rotþró við Asparholt/Víðiholt.

Verktaki hefur hafið vinnu við yfirborðsfrágang en hér að neðan má sjá áætlun á því hvenær ákveðin svæði meðfram Breiðumýri opna. Yfirlit yfir þessi svæði má sjá á meðfylgjandi yfirlitsmynd.

7-10. nóvember
Stefnt er að því að búið sé að malbika bílastæðið við Krakkakot ásamt því að malbika yfir götuþveranir.

17. nóvember

Gangstétt/Göngustígur meðfram Krakkakoti og göngustígur í skutlvasa við sundlaugina verður kláraður (yfirborðsfrágangur). Ástæða þess að þetta er ekki gert samhliða malbikun bílastæðis við Krakkakot er að steypa verður kanstein eftir að malbik hefur verið lagt á götu og á bílastæði og í framhaldi af því er gengið frá göngustíg í sömu hæð.

21. nóvember

Göngustígur meðfram Breiðumýri frá skutlvasa að Víðiholti verður kláraður. Göngstígur milli Víðiholts og Asparholts kláraður.

28. nóvember

Hellulagðar gangbrautar verða kláraðar. Hellulagðar gangbrautar verða á Breiðumýri sunnan við Birkiholt, Breiðumýri norðan við Asparholt og á Lambamýri.

 

 

 

Nú sjáum við því fyrir endann á framkvæmdunum. Garðabær hefur lagt áherslu á það að nú þurfi að klára verkið þannig að auðveldara verði að fara um götuna, sem er ein helsta samgöngu- og samkomuæð Álftaness.