29. apr. 2025

Framkvæmdir við endurnýjun á fráveitulögnum frá Hnoðraholti

Vinna við endurnýjun á fráveitulögnum frá Hnoðraholti um Hæðarbraut er hafin. Áætluð verklok eru 15. september 2025.

Framkvæmdir við endurnýjun á fráveitulögnum frá Hnoðraholti um Hæðarbraut eru hafnar. Fráveitulögnin verður sameinuð núverandi lögnum við Gilsbúð.

Grafa þarf skurði fyrir lagnir, þar undir eru m.a. tvær þveranir gatna. Lokanir vegna framkvæmdanna eru áfangaskiptar. Loka þarf Hæðarbraut á milli Bæjargils og Gilsbúðar í einum áfanga, þá verða settar upp hjáleiðir. Lokunin verður auglýst síðar.

Áætluð verklok eru 15. september 2025.