20. júl. 2020

Framkvæmdir við Garðahraunsveg

Þriðjudaginn 21 júlí til miðvikudagsins 29 júlí verður Garðahraunsvegur (gamli Álftanesvegurinn) lokaður að hluta vegna framkvæmda við hraðahindranir og þrengingar við Prýðahverfið.

  • Framkvæmdir við Garðahraunsveg 21.-29. júlí
    Framkvæmdir við Garðahraunsveg 21.-29. júlí

Þriðjudaginn 21 júlí til miðvikudagsins 29 júlí verður Garðahraunsvegur (gamli Álftanesvegurinn) lokaður að hluta vegna framkvæmda við hraðahindranir og þrengingar við Prýðahverfið. Hjáleiðamerkingar verða í gildi og innakstur bannaður skiltin verða hulin á meðan. Hjáleiðir verða um nýja Álftanesveginn fyrir íbúa Prýðahverfis.

ATH strætó stoppar ekki á Garðahraunsvegi á meðan á framkvæmdunum stendur.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð og fylgja hjáleiðamerkingum hverju sinni.