Framkvæmdir við opnun Flóttamannaveg hefjast
Fimmtudaginn 26. nóvember munu framkvæmdir á hringtorgi við gatnamót Flóttamannavegar og Urriðaholtsstrætis verkefni Vegagerðarinnar og Garðabæjar hefjast.
Þetta er stór áfangi í því að opna út á Flóttamannaveg.
Verkið felst í gerð hringtorgs á mótum Flóttamannavegar og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ og tenginga við það ásamt gerð göngustíga.
Verktaki er Óskatak og verkfræðistofan VBV munu sinna eftirliti með framkvæmdinni. Verkinu skal að fullu lokið 15. júní 2026.
