14. feb. 2019

Franskir flaututónar á Þriðjudagsklassík

Það var sannkölluð ,,flugeldasýning" á tónleikum Þriðjudagsklassíkur þriðjudagskvöldið 12. febrúar sl. þegar flautuleikarinn Emilía Rós Sigfúsdóttir og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir fluttu frönsk tónverk frá 19. og 20. öld.

  • Flautuleikarinn Emilía Rós Sigfúsdóttir og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir
    Flautuleikarinn Emilía Rós Sigfúsdóttir og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir

Það var sannkölluð ,,flugeldasýning" á tónleikum Þriðjudagsklassíkur þriðjudagskvöldið 12. febrúar sl. þegar flautuleikarinn Emilía Rós Sigfúsdóttir og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir fluttu frönsk tónverk frá 19. og 20. öld í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Þær stöllur heilluðu tónleikagesti með glæsilegum flutningi sem einkenndist af fegurð, krafti og funhita. 

Flautuleikarinn Emilía Rós Sigfúsdóttir og píanóleikarinn Ástríður Alda SigurðardóttirSíðustu tónleikar á þessu ári í tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík verða 12. mars nk. er tónlistarhópurinn UMBRA flytur efnisskrá er nefnist Á Norðurslóðum.

Samstarf við KÍTÓN

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ er nú haldin í sjötta sinn. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stendur að tónleikaröðinni en listrænn stjórnandi frá upphafi er Ingibjörg Guðjónsdóttir. Að þessu sinni er Þriðjudagsklassík í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist og gaman að geta þess að allir flytjendur eru virkir félagsmenn í KÍTÓN.

Þriðjudagsklassík á facebook