7. ágú. 2019

Frístund eftir skóla fyrir börn með sérþarfir

Frístund fyrir börn með sérþarfir í 5. til 10. bekk við grunnskóla í Garðabæ sem eiga lögheimili í Garðabæ, verður til húsa í Garðaskóla við Vífilsstaðaveg frá hausti 2019. 

  • Innritun í grunnskóla

Garðahraun er nýtt frístundarúrræði sem verður til húsa í Garðaskóla við Vífilsstaðaveg frá hausti 2019 en starfsemin hefst 26. ágúst 2019.
Meginhlutverk Garðahrauns er að bjóða börnum með sérþarfir í 5.-10.bekk við grunnskóla í Garðabæ sem eiga lögheimili í Garðabæ upp á fjölbreytt og skapandi tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur, til klukkan 17:00.

Markmið frístundarinnar er að veita börnum sem þar dvelja öruggt athvarf og bjóða þeim upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins. Lögð er áhersla á virðingu fyrir einstaklingnum, fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og foreldrasamstarf.

Umsóknareyðublöð má finna á MinnGarðabær (undir kafla 06. Málefni fatlaðs fólks)

Frekari upplýsingar gefur Karítas Bjarkadóttir, umsjónarmaður Garðahrauns, sími 820-8594, netfang: karitasbja@gardaskoli.is