28. okt. 2025

Frístundaakstur fellur niður eftir hádegi í dag

Vegna veðurs og ófærðar sem nú er á höfuðborgarsvæðinu og mikillar slysahættu, verður enginn frístundaakstur í Garðabæ eftir hádegi í dag, 28. október.

Vegna veðurs og ófærðar sem nú er á höfuðborgarsvæðinu og mikillar slysahættu, verður enginn frístundaakstur í Garðabæ eftir hádegi í dag, 28. október.

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu

Gera má ráð fyrir talsverðum samgöngutruflunum og erfiðri færð, sérstaklega þegar líður á daginn og fram á kvöld.

Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu frá kl 17:00 í dag eins og staðan er núna, sjá hér: https://vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk