20. mar. 2023

Frístundabíll ekur ekki í páskaleyfi

Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Til áréttingar er það tekið fram að frístundabíll Garðabæjar ekur EKKI í páskaleyfi grunnskólanna.

  • Fjölnota íþróttahús
    Fjölnota íþróttahús

 Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Til áréttingar er það tekið fram að frístundabíll Garðabæjar ekur EKKI í páskaleyfi grunnskólanna.

Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15 - 17:00, frá 29. ágúst til 19. desember á haustönn og frá 2. janúar til og með 7. júní á vorönn, með hléi í páskafríinu á vorönn. Frístundabíllinn ekur í vetrarfríi skóla í febrúar sem og á starfsdögum skóla í Garðabæ.

Fyrstu ferðir eftir páska eru á þriðjudeginum 11. apríl.