16. mar. 2020

Skólaakstur úr Urriðaholti fellur niður næstu vikur

Vegna takmarkana á skólahaldi næstu vikur fellur skólaakstur úr Urriðaholti niður fyrir nemendur í 6.-10. bekk. Forráðamenn þeirra nemenda í 6.-10. bekk sem þurfa akstur úr Urriðaholti í grunnskóla í önnur hverfi bæjarins geta haft samband við þjónustuver Garðabæjar

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Vegna takmarkana á skólahaldi næstu vikur fellur skólaakstur úr Urriðaholti niður fyrir nemendur í 6.-10. bekk.  Er það vegna þess að nemendur mæta nú á mismunandi tímum í skólann næstu vikur.  
Forráðamenn  þeirra nemenda í 6.-10. bekk sem þurfa akstur úr Urriðaholti í grunnskóla í önnur hverfi bæjarins geta haft samband við þjónustuver Garðabæjar, í s. 525 8500 eða í netfangi gardabaer@gardabaer.is.  Þjónustuverið hefur milligöngu um að útvega leigubílakort sem nýtist til þess að koma börnum í og úr skóla meðan þetta ástand varir.