4. sep. 2020

Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna

Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. 

  • Frístundabíll í Garðabæ
    Frístundabíll í Garðabæ

Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15-17:10 frá 25. ágúst til 18. desember á haustönn og frá 4. janúar til og með 8. júní með hléi í páskafríinu á vorönn. Frístundabíllinn ekur í vetrarfríi skóla í febrúar sem og á starfsdögum skóla í Garðabæ.

Til að börn geti nýtt sér frístundabílinn þarf að kaupa ferðir í bílinn, annað hvort eina önn í einu eða allt skólaárið. Skráning í frístundabílinn e á fristundabill.gardabaer.is og hægt er að ganga frá greiðslu þar. 

Hér má sjá nánari upplýsingar um skráningu í frístundabílinn, gjaldskrá og upplýsingar um leiðakerfi og tímatöflu.