2. nóv. 2020

Frístunda- og skólabíll - akstur næstu vikur

Breyting á akstri frístunda- og skólabíls næstu vikur vegna Covid-19.

  • Frístundabíll í Garðabæ
    Frístundabíll í Garðabæ
Vegna skipulagsdags í skólum og frístundaheimilum 2. nóvember falla ferðir frístundabíls og skólabíls niður mánudaginn 2. nóvember.

Frístundabíllinn mun ganga áfram næstu vikur skv. tímatöflu á leið 1 til að sinna þeim sem eru að fara í Tónlistarskóla og í Garðahraun. Bíllinn hefur viðkomu í Mýrinni, Tónlistarskóla, Hjallastefnunni, Ásgarði og Sjálandi.

Skólabíll:
Vegna breytinga á stundatöflum skólanna verður akstur frá Sjálandsskóla kl. 12:40 upp í Urriðaholt og kl. 13:05 frá Garðaskóla frá 4. nóvember til og með 17. nóvember. Nema breytingar verði á sóttvarnarráðstöfunum almannavarna.

Ferðir frá Álftanesi falla niður.

Börnum verður ekki ekið á aðra staði fyrr en íþrótta- og tómstundastarf barna fædd 2005 og síðar hefst á ný.

Leiðakerfi frístundabíls.