9. feb. 2024

Frítt í sund fyrir íbúa á Suðurnesjum

Starfsfólk Garðabæjar tekur vel á móti ykkur.

Við hugsum hlýtt til ykkar á Suðurnesjum og viljum bjóða ykkur í sund í Ásgarði eða á Álftanesi. Starfsfólk Garðabæjar tekur vel á móti ykkur.

Laugarnar eru báðar opnar í dag, föstudag til klukkan 22 og um helgina er laugin í Ásgarði opin frá 08:00-18:00 en laugin á Álftanesi opnar klukkan 09:00 um helgina.

Hér eru allar upplýsingar um sundlaugar Garðabæjar: https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/sundlaugar/

Boðið stendur þar til heita vatnið kemst aftur á, en vonumst til að sjá ykkur sem flest í laugunum okkar. Sjáumst í sundi!