17. ágú. 2022

Fundir bæjarstjórnar á haustönn

Bæjarstjórn Garðabæjar kemur saman til fyrsta fundar eftir sumarleyfi fimmtudaginn 18. ágúst nk. Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru jafnframt í beinni útsendingu á vef Garðabæjar.  

  • Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi
    Kynningarfundurinn verður haldinn í Sveinatungu - fjölnota fundarsal bæjarins á Garðatorgi

Bæjarstjórn Garðabæjar kemur saman til fyrsta fundar eftir sumarleyfi fimmtudaginn 18. ágúst nk.  Fundir bæjarstjórnar eru haldnir fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast kl. 17 í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar á Garðatorgi 7. 

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru þeir jafnframt í beinni útsendingu á vef Garðabæjar. Hér má sjá vefútsendingu næsta fundar.  Einnig er hægt að sjá upptökur af eldri fundum hér. 

Fundargerðir bæjarstjórnar eru birtar á vef Garðabæjar daginn eftir fund.  Áhugasamir íbúar sem og aðrir sem vilja fylgjast með fréttum og tilkynningum á vef Garðabæjar geta skráð sig á póstlista með því að skrá netfang neðst á forsíðu vefs Garðabæjar undir póstlista.

Fundir bæjarstjórnar á haustönn 2022

18. ágúst,
1. og 15. september,
6. og 20. október,
3. og 17. nóvember,
1. og 15. desember.