15. ágú. 2019

Fundir bæjarstjórnar eru opnir almenningi

Fundir bæjarstjórnar Garðabæjar eru fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast kl. 17. Fundir bæjarstjórnar eru haldnir í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar á Garðatorgi 7, og eru öllum opnir.

  • Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi
    Kynningarfundurinn verður haldinn í Sveinatungu - fjölnota fundarsal bæjarins á Garðatorgi

Fundir bæjarstjórnar Garðabæjar eru fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast kl. 17. Fundir bæjarstjórnar eru haldnir í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar á Garðatorgi 7, og eru öllum opnir.

Fyrsti fundur bæjarstjórnar Garðabæjar eftir sumarfrí er haldinn fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17.  Fundarboð bæjarstjórnar þar sem sjá má dagskrá næsta fundar má finna hér á vefnum. 

Fundir á haustönn 2019:
15. ágúst
5. og 19. september
3. og 17. október
7. og 21. nóvember
5. og 19. desember

Fundargerðir bæjarstjórnar og hljóðupptökur af fundunum eru birtar á vef Garðabæjar daginn eftir fund. Hægt er að gerast áskrifandi að fréttum frá bænum með því að skrá sig á póstlista á vefnum með því að setja inn  netfang neðst á forsíðunni.