Fundur um innritun í leikskóla
Farið verður yfir stöðu innritunar, hvernig biðlisti eftir plássum hefur þróast og hvernig Garðabær sér innritun fyrir þetta skólaár og næsta þróast.
Garðabær boðar til fundar um innritunarmál leikskóla í Garðabæ mánudaginn 18. mars klukkan 12:00.
Fundurinn verður fjarfundur á TEAMS og við biðjum ykkur að skrá netföng hér og ykkur verður sent fundarboð: https://forms.office.com/e/Hy6xxDZzyX
Farið verður yfir stöðu innritunar, hvernig biðlisti eftir plássum hefur þróast og hvernig Garðabær sér innritun fyrir þetta skólaár og næsta þróast.
Boðið verður upp á stutta yfirferð og svo verður tekið við spurningum. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að taka fyrir einstök mál á fundinum, en leitast verður við að svara almennum spurningum.