Furðuverur kíktu í heimsókn í þjónustuverið
Það voru margar furðuverur í skrautlegum búningum sem lögðu leið sína í þjónustuver Garðabæjar á Öskudaginn, miðvikudaginn 26. febrúar sl.
Það voru margar furðuverur í skrautlegum búningum sem lögðu leið sína í þjónustuver Garðabæjar á Öskudaginn, miðvikudaginn 26. febrúar sl. og sungu þar fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Veðrið var fallegt en kalt þennan dag þegar börn kíktu við í verslunum og þjónustufyrirtækjum á Garðatorgi. Starfsmenn bæjarskrifstofann kunnu vel að meta innlitið og í staðinn fyrir sönginn fengu börnin ýmislegt góðgæti að launum.