10. feb. 2021

Fyrsta lota Borgarlínu kynnt

Fyrsta framkvæmdalota Borgarlínu stendur yfir frá 2021-2025 og verður 14,5 km löng frá Ártúnshöfða niður í miðbæ Reykjavíkur og yfir í Fossvog og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Í fyrstu lotu er einnig verið að leggja 18,2 km af hjólastígum og 9,1 km af göngustígum.

  • Borgarlína fyrstu leiðir
    Fyrstu leiðir í Borgarlínu

Í byrjun febrúar kom út skýrslan Borgarlínan, 1. lota forsendur og frumdrög. Í skýrslunni eru lagðar fram fyrstu heildstæðu tillögurnar að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar. Í skýrslunni er meðal annars að finna áætlaðan kostnað, hönnunarforsendur, tillögur að legu, stöðvum og útliti göturýmis.

Fyrsta framkvæmdalota Borgarlínu stendur yfir frá 2021-2025 og verður 14,5 km löng frá Ártúnshöfða niður í miðbæ Reykjavíkur og yfir í Fossvog og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Í fyrstu lotu er einnig verið að leggja 18,2 km af hjólastígum og 9,1 km af göngustígum. Áætlaður heildarkostnaður við fyrstu lotu er 24, 9 milljarðar og er stærsti hluti fjármagnaður skv. samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar 9. febrúar sl. var kynning á frumdragaskýrslunni sem fjallar um fyrstu lotu verkefnisins, forsendur og frumdrög. Áhugasamir sem vilja kynna sér skýrsluna geta horft á kynningu um hana og skoðað skýrsluna á vef Borgarlínunnar. Á vef Borgarlínunnar er einnig hægt að sjá nánar um uppbyggingu Borgarlínunnar og væntanlegt leiðanet og þar eru upplýsingar fyrir þá sem vilja senda inn athugasemdir eða spurningar sem varða Borgarlínuna.

Leiðanet Borgarlínu

Hvað er Borgarlínan?

Borgarlínan mun flytja fólk á greiðan og öruggan máta eftir helstu samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan og Strætó verða tvinnuð saman í heildstæðu, hágæða leiðaneti en auk þess verður áhersla lögð á að borgarlínustöðvar séu vel tengdar hjóla- og göngustígum.

Borgarlínan er hágæða almenningssamgangnakerfi (e. Bus Rapid Transit) sem mun aka að mestu í sérrými og hafa forgang á gatnamótum. Í nýju leiðaneti eru skilgreindar tvær megingerðir leiða: Stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðirnar verða sjö talsins og munu tengja sveitarfélög og stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Stofnleiðirnar eru borgarlínuleiðir framtíðarinnar. Eftir því sem uppbyggingu sérrýmis vindur fram breytast stofnleiðir í borgarlínuleiðir. Þá eykst skilvirkni og ferðatími styttist.

Borgarlína - fyrsta framkvæmdalot