8. jan. 2024

Fyrsta tónlistarnæring ársins

Miðvikudaginn 10. janúar klukkan 12:15 kemur bjartasta vonin 2023, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópransöngkona, fram á hádegistónleikaröðinni Tónlistarnæring sem fer fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar

Miðvikudaginn 10. janúar klukkan 12:15 kemur bjartasta vonin 2023, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópransöngkona, fram á hádegistónleikaröðinni Tónlistarnæring sem fer fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Með Ragnheiði Ingunni leikur Eva Þyri Hilmarsdóttir á píanó en þær munu flytja norræn og þýsk sönglög auk hins bráðskemmtilega lagaflokks I hate music! eftir Leonard Bernstein.

Ragnheiður Ingunn vakti verðskuldaða athygli fyrir að syngja og stjórna kammersveit samtímis á Óperudögum 2022 og stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí síðastliðnum en hún hefur lagt stund á nám í hljómsveitarstjórnun og er jafnframt með háskólagráðu í fiðluleik. Ragnheiður Ingunn var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023. Eva Þyri er einn virkasti píanisti landsins í flutningi á kammer- og ljóðatónlist en hún nam píanóleik í Árósum og við Royal Academy of Music í London.

Tónlistarnæring fer venjulega fram fyrsta miðvikudag í mánuði og aðgangur á tónleikana ókeypis.