24. feb. 2022

Fyrsti landsleikurinn í Miðgarði

Fyrsti lands­leik­ur­inn í hinni nýju knatt­spyrnu­höll Garðbæ­inga, Miðgarði, fór fram í há­deg­inu í gær þegar flautað var til leiks í vináttu­lands­leik U16 ára landsliða kvenna hjá Íslandi og Sviss.

  • Fyrsti landsleikurinn í MIðgarði
    Fyrsti landsleikurinn í MIðgarði

Fyrsti landsleikurinn í hinni nýju knattspyrnuhöll Garðbæinga, Miðgarði, fór fram í hádeginu í gær þegar flautað var til leiks í vináttulandsleik U16 ára landsliða kvenna hjá Íslandi og Sviss. Ísland vann góðan 4-1 sigur í þessum fyrri af tveimur vináttuleikjum þjóðanna en sá síðari fer einnig fram í Miðgarði á laugardaginn nk. kl. 14:00.

Sviss tók forystuna í fyrri hálfleik en Ísland skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik. Bergdís Sveinsdóttir skoraði tvö og þær Krista Dís Kristinsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Fyrir leikinn afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, Björgu Fenger formanni íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, platta með heillaóskum með hið nýja glæsilega hús.

Í Miðgarði er hægt að spila alla keppnisleiki í öllum mótum á Íslandi óháð aldurs og getuflokkum, líka í efstu deildum karla og kvenna. 

Frétt á vef KSÍ um leikinn.

Fyrsti landsleikurinn í MIðgarði

Fyrsti landsleikurinn í MIðgarði