3. jan. 2023

Fyrstu hádegistónleikar ársins -Tríó Sól

Miðvikudaginn 4. janúar kl. 12:15 fara fram fyrstu hádegistónleikar ársins í röðinni Tónlistarnæring í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. 

  • Fyrstu hádegistónleikar ársins -Tríó Sól
    Miðvikudaginn 4. janúar kl. 12:15 fara fram fyrstu hádegistónleikar ársins í röðinni Tónlistarnæring í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.

Miðvikudaginn 4. janúar kl. 12:15 fara fram fyrstu hádegistónleikar ársins í röðinni Tónlistarnæring í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Það er Tríó Sól sem kemur fram en tríóið skipa fiðluleikararnir María Emilía Garðarsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir ásamt víóluleikaranum Þórhildi Magnúsdóttur. Þær eru allar í framhaldsnámi við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Tríóið lék á Þjóðlagahátíð á Siglufirði sumarið 2022 og vakti frábær hljóðfæraleikur og skemmtileg sviðsframkoma verðskulda athygli.

Á tónleikunum verður flutt Rapsódía eftir Frank Bridge og Tríósónata eftir Arcangelo Corelli í útsetningu Sólrúnar Ylfu. Aðgangur er að venju ókeypis.

Tónlistarnæring er röð hádegistónleika sem fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrú