Gagnlegar upplýsingar á kortavefnum
Vissir þú að á kortavef Garðabæjar er hægt að sjá kort yfir göngu- og hjólastíga í bænum?
Evrópsk Samgönguvika stendur nú yfir en hún er haldin 16. – 22. september ár hvert. Garðabær tekur þátt í samgönguvikunni og hvetur íbúa til að velja fjölbreyttar og vistvænar samgöngur. Í Garðabæ eru fjölmargir hjóla- og göngustígar sem eru hluti af samgönguneti Garðabæjar en tengja bæinn einnig við nærliggjandi sveitarfélög.
Á kortavef Garðabæjar er hægt að sjá kort yfir göngu- og hjólastíga í bænum, það er gert með því að smella á Samgöngur og haka við mismunandi gerðir stíga. Á kortavefnum er einnig hægt að velja sína eigin leið og mæla vegalengdir. Auk þess sem hægt er að skoða daglegar tölur úr hjóla- og gönguteljurum sem eru staðsettir á nokkrum stöðum í bænum.
Skjáskot af kortavef Garðabæjar.