16. feb. 2024

Garðabær tekur Völu í notkun fyrir leikskóla

Vala leikskóli er þjónustugátt fyrir foreldra og forráðafólk með leikskólaumsóknum og samtímis er það þjónustuapp (smáforrit).

Garðabær hefur tekið í notkun nýjan hugbúnað, Völu leikskóla, fyrir utanumhald um umsóknir, dvalartíma og aðra þjónustu á leikskólastigi. Margir kannast við þennan hugbúnað en Garðabær hefur notað hann fyrir utanumhald um frístundaheimili bæjarins.

 Í Völu má finna: 

  • Umsóknir um leikskólavist
  • Dvalartíma
  • Flutningsbeiðnir
  • Þá mun Vala einfalda allt utanumhald um tölfræði.

Hér kemst þú inn á umsóknarvef Völu leikskóla 

Vala leikskóli er þjónustugátt fyrir foreldra og forráðafólk með leikskólaumsóknum og samtímis er það þjónustuapp (smáforrit).

Í smáforritinu (appinu) geta foreldrar og forráðafólk fylgst með tilkynningum frá skólanum, fengið fréttir af starfinu, lesið skilaboð, séð matseðla og skoðað viðburðadagatal leikskólanna. 

Foreldrar og forráðafólk leikskólabarna í Garðabæ hafa fengið sendar upplýsingar um Völu. Þeim er bent á að fyrir 21. febrúar 2024 þarf að skrá nýjan dvalartíma barna. 

Starfsfólk leikskólanna hefur fengið þjálfun í notkun Völu og eru þau reiðubúin til að aðstoða foreldra og forráðafólk. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is 
eða í síma 525-8500.

Hér má nálgast frekari upplýsingar: