19. jún. 2020

Garðahraunsvegi breytt í botnlangagötu

Garðahraunsvegi (gamla Álftanesvegi) hefur verið breytt í botnlangagötu þar sem vegurinn er nú lokaður að hluta til frá vestari hluta Prýðahverfis að gatnamótum við Herjólfsbraut. 

Garðahraunsvegi (gamla Álftanesvegi) í Garðabæ hefur verið breytt í botnlangagötu þar sem vegurinn er nú lokaður að hluta til frá vestari hluta Prýðahverfis í Garðabæ að gatnamótum við Herjólfsbraut. Áfram er þó hægt að aka austari hluta Garðahraunsvegar sem er utan Prýðahverfis frá Herjólfsbraut. Akstur neyðarbíla og akstur strætisvagna er áfram heimilaður frá Garðahraunsvegi að Herjólfsbraut í báðar áttir.
Með nýjum Álftanesvegi breyttist Garðahraunsvegur úr stofnbraut í safngötu og á sér stoð í aðalskipulagi Garðabæjar. Lokunin á hluta Garðahraunsvegs er skv. deiliskipulagi sem tók gildi 10. október 2016. Ákvörðun um lokun tengingar Garðahraunsvegar við Herjólfsbraut styðst einnig við umferðaröryggissjónarmið þar sem umferð um veginn hefur lengi verið þung og dregið verulega úr búsetugæðum nærliggjandi svæðis.

 Kort af lokuninni má sjá hér .

 

Gardahraunsvegur-lokun