Garðbæingar bjóða Grindvíkingum í sund
Sundlaugar bæjarins standa Grindvíkingum opnar og að sjálfsögðu er frítt í laugarnar fyrir íbúa Grindavíkur.
Vinir okkar í Grindavík hafa að sjálfsögðu aðgengi að sundlaugum Garðabæjar, í Ásgarði og á Álftanesi.
Íbúar Grindavíkur búa við mikla óvissu og eins og greint var frá í dag vinnur Garðabær samhliða öðrum sveitarfélögum að því að tryggja börnum leik- og grunnskólaaðstöðu. Garðbæingar hafa margir sett sig í samband við Grindvíkinga og bæjaryfirvöld og samhugurinn er mikill.
Sundlaugar bæjarins standa Grindvíkingum opnar og að sjálfsögðu er frítt í laugarnar fyrir íbúa Grindavíkur. Einnig er vert að vekja athygli á Miðgarði, fjölnota íþróttahúsinu okkar, en þar finnst mörgum gott að ganga og er almenningi frjálst að nýta göngubrautina á svölum íþróttasalarins á opnunartíma hússins þegar ekki eru viðburðir með áhorfendum.