10. mar. 2023

Garðbæingarnir gerðu það gott í keppnum vikunnar

Garðbæingar áttu heldur betur sína fulltrúa í keppnum sjónvarpsins sem haldnar voru í síðustu viku.

Garðbæingar áttu heldur betur sína fulltrúa í keppnum sjónvarpsins sem haldnar voru í síðustu viku.

Annars vegar keppti Gettu betur-lið FG; Aron, Brynja og Jónas, í undanúrslitum Gettu betur síðastliðinn föstudag, þegar liðið laut í lægra haldi fyrir MR í beinni útsendingu á RÚV.

Krakkarnir stóðu sig með eindæmum vel í keppninni og er það frábær árangur að komast í undanúrslitin.

Hins vegar var það fulltrúi okkar Garðbæinga í Söngvakeppni sjónvarpsins, hún Sigga Ózk, sem steig á stokk á laugardagskvöldið með lag sitt Dansing lonely. Sigga stóð sig einnig afar vel og gerði Garðbæinga stolta þrátt fyrir að hafa ekki borið sigur úr býtum að þessu sinni.

Framtíðin er greinilega björt í Garðabæ!