Garðbæingar orðnir 19 þúsund
Íbúar í Garðabæ eru orðnir fleiri en 19 þúsund, en því takmarki var náð 10. mars síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem í síðustu viku gaf út íbúafjölda eftir sveitarfélögum í mars 2023.
Íbúar í Garðabæ eru orðnir fleiri en 19 þúsund, en því takmarki var náð 10. mars síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem í síðustu viku gaf út íbúafjölda eftir sveitarfélögum í mars 2023.
Síðastliðinn mánudag, 13. mars voru svo Garðbæingar orðnir 19.006.
Samkvæmt Þjóðskrá þá fjölgaði íbúum í Garðabæ um 123 síðustu þrjá mánuði eða á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. mars 2023. Þeir fóru þá úr 18.867 í 18.990 íbúa og svo hafði þeim fjölgað um 16 frá 1. til 13. mars og voru þá 19.006 eins og áður segir. Á tímabilinu 1. desember 2022 til 1. mars 2023 fjölgaði íbúum í Garðabæ um 0,7% sem var það næst mesta á höfuðborgarsvæðinu, en mesta fjölgunin var í Reykjavík, um 0,8%