11. jan. 2024

Garðbæingurinn okkar 2023

19. janúar 2024- Öll getum við haft áhrif á nærumhverfi okkar.

„Garðbæingurinn okkar“ verður útnefndur í fyrsta sinn þann 19. janúar 2024, í Sveinatungu klukkan 14.
(vinsamlegast athugið breytta dagsetningu) 


Öll getum við haft áhrif á nærumhverfi okkar. 

Með því að útnefna „Garðbæinginn okkar“ erum við að þakka fyrir það sem vel er gert, þakka einstaklingi fyrir sitt framlag, þeim sem eru til fyrirmyndar á einhvern hátt og minna okkur á að við getum öll haft áhrif.

Til greina koma Garðbæingar sem hér búa en einnig það fólk sem starfar eða dvelur í bænum okkar til lengri og skemmri tíma og hefur jákvæð áhrif bæjarbraginn. Gott fólk finnum við út og suður í bænum okkar, fólk í framlínunni sem hefur jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og gerir daginn okkar betri.


Dómnefnd velur „Garðbæinginn okkar 2023“ úr innsendum tillögum og mun viðkomandi sem hlýtur nafnbótina fá árskort í sundlaugar Garðabæjar, árskort í Hönnunarsafn Íslands og þriggja daga gjafakort i Bláfjöll.

  • Hægt er að senda inn ábendingar um nöfn hér í gegnum þetta form til 5. janúar 2024.
  • Öll geta sent inn tilnefningar en þeim verður að fylgja stuttur rökstuðningur um það hvers vegna viðkomandi á heiðurinn skilinn- t.d. varðandi afrek, jákvæðni, bæjarbrag osfrv.

 




* Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig er texti úr samnefndu lagi eftir Rúnar Júlíusson.