22. jan. 2020

Verkefni garðyrkjudeildar Garðabæjar

Garðyrkjudeild Garðabæjar hefur nóg að gera allt árið um kring. Nú í ársbyrjun er ekki úr vegi að gefa íbúum innsýn í starf deildarinnar og kanna hvað er framundan á komandi ári. 

  • Sumablóm 2019
    Sumablóm 2019

Garðyrkjudeild Garðabæjar hef nóg að gera allt árið um kring. Nú í ársbyrjun er ekki úr vegi að gefa íbúum innsýn í starf deildarinnar og kanna hvað er framundan á komandi ári. Þá er einnig ánægjulegt að skoða myndir af fallegum sumarblómum frá síðastliðnu sumri, nú þegar snjór, vindur og myrkur hefur verið allsráðandi hér á landi undanfarnar vikur.

Í janúar byrjar garðyrkjudeildin árið á að tína upp flugeldarusl og jólatré ásamt því að moka hjá leikskólum og bæjartröppunum þegar snjór er. Í lok janúar hefjast svo vetrarklippingarnar sem standa yfir fram í apríl ásamt snjómokstri. Þá tekur við að dreifa áburði á allar manir, opin svæði og skólalóðir. 

í maí hefst svo undirbúningur fyrir sumarbeðin, þau eru stungin upp, kantskorin og hreinsuð. Þá er áburður settur tvisvar yfir sumarið og vökvað með glæði í júní og júlí. Síðan er allt sumarið nýtt til að arfahreinsa og snyrta. Slátturinn hefst strax um miðjan maí og stendur yfir fram í september. 

Í september hefjast svo gróðursetningar og þær ná oft fram í nóvember eða þangað til frystir. Á haustin ákveða starfsmenn garðyrkjudeildar Garðabæjar einnig hvaða sumarblóm þeir vilja hafa í bænum sumarið eftir. Alltaf er reynt að velja eitthvað nýtt og nýjar litasamsetningar prófaðar.

Í nóvember eru jólin undirbúin með skreytingum og tré eru fundin fyrir stofnanir. Einnig sér garðyrkjan um ýmsan flutning fyrir stofnanir bæjarins, þökulagningu og söndun á beðum. Bæjarlandinu er haldið hreinu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum sem koma inn á borð deildarinnar.

Sumablóm 2019

Sumablóm 2019

Sumablóm 2019

Sumablóm 2019