7. okt. 2021

Gauti tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna

Gauti Eiríksson kennari í Álftanesskóla er tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir þróunarverkefni í Vendikennslu.

  • Erna Pálsdóttir skólastjóri  og Gauti Eiríksson
    Erna Pálsdóttir skólastjóri og Gauti Eiríksson

Gauti Eiríksson kennari í Álftanesskóla er tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir þróunarverkefni í Vendikennslu.

Þróunarverkefnið Vendikennsla í raungreinum (náttúrufræði, stærðfræði) hófst í Álftanesskóla 2013 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Verkefnið byggist á því að búin eru til kennslumyndbönd í náttúrufræði, líffræði og stærðfræði og þau gerð aðgengileg, ekki aðeins nemendum skólans, heldur öllum sem áhuga hafa á að nýta sér þau. Myndböndin eru aðgengileg hér.

Íslensku menntaverðlaunin verða veitt í nóvember nk. en tilnefningar til þeirra voru tilkynntar í vikunni. Um er að ræða viðurkenningu fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Einnig má nefna að verkefnið hefur áður hlotið styrk úr þróunarsjóði Grunnskóla í Garðabæ.

Við óskum Gauta innilega til hamingju með tilnefninguna!