20. sep. 2019

Gengið umhverfis Bessastaðatjörn

Það var góð mæting í þriðju lýðheilsugönguna í september sem var farin miðvikudaginn 18. september sl. í rigningarveðri. Um 37 manns héldu í göngu um Álftanesið undir leiðsögn Einars Skúlasonar sem er í forsvari fyrir gönguhópinn Vesen og vergang og Wapp-gönguleiðsöguappið. 

  • Lýðheilsuganga 18. september 2019
    Lýðheilsuganga 18. september 2019

Það var góð mæting í þriðju lýðheilsugönguna í september sem var farin miðvikudaginn 18. september sl. í rigningarveðri. Um 37 manns héldu í göngu um Álftanesið undir leiðsögn Einars Skúlasonar sem er í forsvari fyrir gönguhópinn Vesen og vergang og Wapp-gönguleiðsöguappið.  Gangan á miðvikudaginn var einnig í samstarfi við SÍBS og Vesen og vergang. Lagt var af stað frá Kasthúsatjörn og gengið um nesið og umhverfis Bessastaðatjörn og gangan tók um 2 klst. 

Wapp - leiðsagnarapp í síma

Í leiðsagnarappinu Wappinu má finna fjölmargar skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir í Garðabæ. Leiðirnar í Garðabæ eru ókeypis í boði Garðabæjar. Leiðirnar eru með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku. Nánari upplýsingar um wappið fá finna hér.

Minjaganga um Garðahverfi - miðvikudaginn 25. september

Fjórða og síðasta lýðheilsugangan í Garðabæ verður 25. september kl. 18. Þá mun Rúna K. Tetzschner leiða gesti milli minja í Garðahverfi og Garðaholti og burstabærinn Krókur verður heimsóttur. Mæting er við Garðakirkju og þaðan liggur leiðin gegnum kirkjugarðinn að hinu forna vatnsbóli, Garðalind, og áfram í norðvestur meðfram sjónum. Skoðaðar verða leifar þurrabýla, bæjatóftir, grjóthlaðin gerði og varnargarðar svo fátt eitt sé nefnt. Gangan endar í Króki, litla kotinu í Garðahverfi sem varðveitt er með upprunalegu innbúi síðustu ábúenda. Þar verður boðið upp á kaffi og nánari fræðslu um ábúðina í Króki

Lýðheilsugöngurnar í september

Garðabær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september. Þetta er þriðja árið í röð sem blásið er til þessa átaks en göngurnar eru um leið áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna Garðabæjar sem hafa verið farnar á undanförnum árum. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem eru uþb 60-90 mínútur að lengd. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Garðabær er heilsueflandi samfélag