30. júl. 2019

GKG fagnaði tveimur Íslandsmeistaratitlum

Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs fagnaði tvöföldum sigri, í kvenna- og karlaflokki í 1. deild, á Íslandsmeistaramóti golfklúbba um helgina.

  • Íslandsmeistarar GKG - kvenna- og karlalið
    Íslandsmeistarar GKG - kvenna- og karlalið

Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs fagnaði tvöföldum sigri, í kvenna- og karlaflokki í 1. deild, á Íslandsmeistaramóti golfklúbba um helgina.  Þetta var í annað sinn sem GKG hlaut Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna en í sjötta sinn sem GKG fagnar þessum titli í karlaflokki. 

Mótið fór fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi og Leirdalsvelli hjá GKG dagana 26.-28. júlí sl. Í ár var keppt í karla- og kvennaflokki á sömu keppnisvöllunum og var það í fyrsta sinn sem slíkt fyrirkomulag var á Íslandsmóti golfklúbba. 

Sjá má nánari upplýsingar um úrslitin í frétt á vef GKG. 

GKG eru Íslandsmeistarar golfklúbba