Glæsileg vorsýning í Jónshúsi
Vorsýning félagsstarfs eldri borgara verður opnuð í Jónshúsi 8. maí.
Félag eldri borgara í Garðabæ og Álftanesi opnar glæsilega vorsýningu í Jónshúsi þann 8. maí og stendur sýningin yfir til 10. maí.
Á sýningunni verður afrakstur vetrarins í félagsstarfinu sýndur og eru sýningarmunir afar fjölbreyttir. Málverk, prjónaðir og helklaðir munir og verk úr ýmist leir, tré, leðri og postulíni verða á sýningunni svo dæmi séu tekin.
Formleg opnun sýningarinnar er klukkan 13:30, 8 maí. Þá flytur Harpa Rós Gísladóttir, formaður Öldungaráðs Garðabæjar, ávarp og opnar sýninguna. Elín Þ. Þorsteinsdóttir, umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara í Garðabæ, flytur einnig ávarp
Á föstudeginum 9. maí syngur Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, nokkur lög undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar og einnig verður boðið upp á danssýningu þann dag.
Dagskrána má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.