12. nóv. 2024 Tónlistarskóli

Glæsilegir afmælistónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar

Tónlistarskóli Garðabæjar hélt glæsilega tónleika á laugardaginn í tilefni af 60 ára afmæli skólans. Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar færði skólastjóra og aðstoðarskólastjóra lykil af nýjum flygli í afmælisgjöf og tilkynnti um leið að samþykkt hefði verið að stækka skólabygginguna.

  • Myndir/ Hallur Karlsson

Afmælishátíð Tónlistarskóla Garðabæjar fór fram laugardaginn 9. nóvember með glæsilegri tónleikadagskrá þar sem nemendur skólans komu fram á alls fernum tónleikum í sal skólans og margt fólk naut fjölbreyttrar tónlistar.

Nemendur á öllum stigum námsins komu fram og þannig mátti hlýða á unga suzukifiðlunemendur og framhaldsstigsnemendur leika á sömu tónleikum en blandan var einkar áhugaverð og eflaust mikil hvatning fyrir yngri nemendur að hlusta á þau eldri.

Blásarasveitir skólans komu einnig fram sem og strengjasveitir, nemendur í rithmísku námi og klassísku þannig að úr varð blanda af frábærri tónlist. Ljóst er að kennarar og nemendur hafa lagt sig fram við að gera afmælishátíðina sem glæsilegasta. Einnig vöktu fumlausar róteringar á sviði sérstaka athygli en reglulega þurfti að skipta út stólum og nótnastöndum eftir stærð og samsetningu hópa.

Bæjarstjóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson, flutti ræðu og færði skólastjóra, Laufeyju Ólafsdóttur og aðstoðarskólastjóra Lindu Margréti Sigfúsdóttur, lykil af nýjum flygli sem Garðabær gefur skólanum í tilefni 60 ára afmælisins. Jafnframt tilkynnti bæjarstjóri að samþykkt hefði verið að hanna viðbyggingu við skólann á næsta ári og framkvæmdir við viðbyggingu skyldu hefjast árið 2026. Það eru því enn bjartari tímar framundan hjá Tónlistarskóla Garðabæjar.

„Það er ánægjulegt að stíga þessi skref með Tónlistarskóla Garðabæjar, stækkunin verður kærkomin viðbót fyrir skólann. Næstu skref eru hönnun á stærri og minni kennslustofum og á bættri aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk í samráði við skólann,“ segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri. 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá þessum frábæra degi.

Laufey-Olafsdottir-skolastjori-Eirikur-Bjorn-Bjorgvinsson-fyrrum-svidsstjori-Olof-Breidfjord-menningarfulltrui-og-Einar-Orn-Magnusson-utskrifadur-nemandi-og-songvariStrengjakvartettSuzukifidlunemendurSveit-aGestirStorsveitin-asamt-songkonuSuzukifidluhopurSkolastjori-og-adstodarskolastjori-taka-vid-blomum-og-lykli-af-nyjum-flygliMalmblastursleikararFlautuleikariStorsveit-PianosamspilGlaesilegir-eldri-nemendurFidluaefing-fyrir-tonleika

 SistersVinir-i-blasarasveit