27. jún. 2018

Gleði á Garðatorgi

Stemningin hefur verið mikil á Garðatorgi síðustu daga þar sem leikir Íslands á HM í knattspyrnu karla hafa verið sýndir á risaskjá.

  • Ísland-Króatía á Garðatorgi
    Ísland-Króatía á Garðatorgi

Stemningin hefur verið mikil á Garðatorgi síðustu daga þar sem leikir Íslands á HM í knattspyrnu karla hafa verið sýndir á risaskjá. Fyrst var viðureign Íslands og Argentínu sýnd í mikilli rigningu þann 16. júní. Þá var viðureign Íslands og Nígeríu sýnd 22. júní í töluvert betra veðri og lauk gleðinni svo í gær með leik Íslands og Króatíu.  

Garðatorgið fékk nýja ásýnd þar sem gamla gervigrasið af Stjörnuvellinum fékk að njóta sín. Þá voru litlir pannavellir settir upp fyrir yngri kynslóðina ásamt því að veitingahúsin á torginu voru með veitingar til sölu.

Eitthvað var um lokanir fyrir bílaumferð á torginu og viljum við þakka íbúum og rekstraðilum fyrir skilninginn á þeim málum.

Eftirfarandi myndir voru teknar á Garðatorgi í gær, þriðjudag, þar sem horft var á leik Ísland og Króatíu.

 

Ísland-Króatía á Garðatorgi

Ísland-Króatía á Garðatorgi

Ísland-Króatía á Garðatorgi

Ísland-Króatía á Garðatorgi

Ísland-Króatía á Garðatorgi

Ísland-Króatía á Garðatorgi