16. sep. 2021

Gleði í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram á laugardaginn 11. september, í 32. sinn. Hlaupið var á hátt í 60 stöðum, þar á meðal í Garðabæ þar sem þátttaka var afar góð.

  • Kvennahlaup 2021
    Kvennahlaup 2021

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram á laugardaginn 11. september, í 32. sinn. Hlaupið var á hátt í 60 stöðum, þar á meðal í Garðabæ þar sem þátttaka var afar góð. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir eða allt frá 900 m upp í 10 km. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum á öllum aldri sem komu saman og áttu skemmtilega stund þar sem sumir hlupu en aðrir gengu.

Í 32 ár hafa þúsundir kvenna um allt land notið þess að hreyfa sig saman í Kvennahlaupinu og í því hafa konur getað sameinað tvo mikilvæga þætti í lífinu, hreyfingu og samveru. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990 í Garðabæ og var það haldið í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Lovísa Einarsdóttir kom með hugmyndina frá Finnlandi og þótti við hæfi að bjóða upp á eitthvað nýtt sem höfðaði til almennings á Íþróttahátíðinni.

Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Í dag er áherslan ekki hvað síst á samstöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum og eigi ánægjulega samverustund með fjölskyldu og vinum.  

Kvennahlaup 2021Kvennahlaup 2021