5. ágú. 2025

Gleðilega hinsegin daga!

Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir fyrstu vikuna í ágúst og eru hátíð menningar, mannréttinda og margbreytileika.

  • Regnbogagöngugatan við Garðatorg
    Regnbogagöngugatan við Garðatorg

Garðabær hvetur íbúa til að fagna fjöl­breyti­leik­an­um í til­efni Hinseg­in daga 2025 og sýna þannig mann­rétt­inda­bar­áttu hinseg­in sam­fé­lags­ins mik­il­væg­an stuðn­ing. Setning hátíðarinnar fer fram í dag 5. ágúst, og svo er það Gleðigangan sem verður gengin á laugardag, en hún er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Dagskrá Hinsegin daga má finna hér.