21. mar. 2019

Góð mæting á kynningarfund um Betri Garðabæ

Hugmyndasöfnun í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær hófst í lok síðustu viku og stendur yfir til 1. apríl nk. Hugmyndasöfnunin fer afar vel af stað, en nú eru komnar tæplega 100 hugmyndir inn á vefinn. Miðvikudaginn 20. mars sl. var haldinn kynningarfundur fyrir íbúa um verkefnið í Flataskóla.

  • Sigríður Hulda Jónsdóttir var fundarstjóri
    Sigríður Hulda Jónsdóttir var fundarstjóri

Hugmyndasöfnun í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær hófst í lok síðustu viku og stendur yfir til 1. apríl nk. Hugmyndasöfnunin fer afar vel af stað, en nú eru komnar tæplega 100 hugmyndir inn á vefinn. Hér er farið inn á hugmyndavefinn: https://betri-gardabaer.betraisland.is/group/1877

Miðvikudaginn 20. mars sl. var haldinn kynningarfundur fyrir íbúa um verkefnið í Flataskóla. Þá var fundinum einnig streymt á fésbókarsíðu Garðabæjar. Verkefnið var kynnt, hugmyndavefurinn sýndur og farið yfir hvernig á að setja inn hugmynd á vefinn. Þá fengu íbúar tækifæri til að spyrja spurninga og koma sínum hugmyndum á framfæri.

Engin takmörk eru á fjölda hugmynda sem hver og einn getur sett inn á hugmyndasöfnunarvefinn. Þegar hugmynd hefur verið sett inn er hægt að deila henni á samfélagsmiðla og vekja athygli á henni. Þannig getur skapast stemning um hugmyndir og aðrir geta sett inn rök með eða á móti hugmynd. Þá geta íbúar sett inn ljósmyndir eða myndbönd með hugmyndum sínum til að skýra þær betur út og gera framsetningu þeirra líflegri.

Óskað er eftir fjölbreyttum og góðum hugmyndum til að kjósa um í íbúakosningu. Hugmyndirnar geta verið nýframkvæmdir sem m.a. geta eflt hreyfi- og leikmöguleika og haft jákvæð áhrif á nærumhverfið m.a. til útivistar og samveru, bætta lýðheilsu og aðstöðu til leikja- og skemmtunar.

Betri Garðabær – helstu tímasetningar

Lýðræðisverkefnið Betri Garðabær er í fjórum fösum. Hugmyndasöfnun; umræða um hugmyndir og úrvinnsla; kosningar og framkvæmd. Helstu tímasetningar eru eftirfarandi:

  • Hugmyndasöfnun í tvær vikur, 14. mars - 1. apríl 2019.
  • Hugmyndir metnar af matshópi verkefnisins sem leggur mat á kostnað við hönnun og framkvæmd.
  • Ákveðnum fjölda hugmynda stillt upp til kosninga.
  • Rafræn kosning um verkefni til framkvæmda 23. maí – 3. júní 2019.
  • Framkvæmdir frá 10. júní 2019 til 31. ágúst 2020.


Kynningarfundur um lýðræðisverkefnið Betri Garðabær

Hugmyndavefurinn var sýndur