21. feb. 2020

Góð mæting á Safnanótt í Garðabæ

Hin árlega Vetrarhátíð fór fram dagana 6.-9. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 

  • Safnanótt í Garðabæ
    Safnanótt í Garðabæ

Hin árlega Vetrarhátíð fór fram dagana 6.-9. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Garðabær tók þátt með því að bjóða upp á dagskrá á Safnanótt föstudaginn 7. febrúar sl. og á Sundlauganótt sunnudaginn 9. febrúar sl.


Á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar sl., var opið hús og fjölbreytt dagskrá frá kl. 18-23 í Hönnunarsafni Íslands, burstabænum Króki og Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg. Auk þess var opið hús á Bessastöðum. Garðbæingar sem og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu fjölmenntu í söfnin þetta kvöld.

Hönnunarsafn Íslands bauð upp á áhugaverða fyrirlestra og jazztónlist auk þess sem gestir gátu skoðað sýningar safnsins. Í Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg var mikil dagskrá fyrir alla aldurshópa en þar söng skólakór Sjálandsskóla, spákona spáði fyrir gestum, boðið var upp á forritunarsmiðju fyrir börn og ratleiki um safnið, bíómyndin ,,Gone with the wind" var sýnd í Sveinatungu og að lokum gátu safngestir dansað að vild hjá Silent diskó. 

Í burstabænum Króki á Garðaholti gátu gestir tekið þátt í ratleik og skoðað bæði burstabæinn sem og hlöðu og fjós á staðnum. Einnig voru margir sem lögðu leið sína á forsetasetrið á Bessastöðum en þar tóku sjálf forsetahjónin á móti gestum og gangandi í tilefni Safnanætur.

Safnanótt í Garðabæ

Safnanótt í Garðabæ

Safnanótt í GarðabæSafnanótt í Garðabæ