21. feb. 2020

Hipsumhaps spilaði í Álftaneslaug

Hin árlega Vetrarhátíð fór fram dagana 6.-9. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmenni mætti í Álftaneslaug á Sundlauganótt 9. febrúar sl.

  • Sundlauganótt í Álftaneslaug
    Sundlauganótt í Álftaneslaug

Hin árlega Vetrarhátíð fór fram dagana 6.-9. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Garðabær tók þátt með því að bjóða upp á dagskrá á Safnanótt föstudaginn 7. febrúar sl. og á Sundlauganótt sunnudaginn 9. febrúar sl. 

Hipsumhaps spilaði í Álftaneslaug

Á Sundlauganótt, sunnudagskvöldið 9. febrúar, var boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Álftaneslaug frá kl. 17-22.  Aðsókn var mjög góð og sjaldan hafa eins margir lagt leið sína í laugina og þessa Sundlauganótt.  Gestir gátu leikið sér í innilauginni og margir prófuðu öldulaugina sem var upplýst í tilefni kvöldsins. 

Hljómsveitin Hipsumhaps mætti til leiks og spilaði fyrir gesti sundlaugarinnar og óhætt er að segja að margir hafi tekið vel undir enda lögin þeirra með þeim vinsælustu á Íslandi um þessar mundir. Hljómsveitin á rætur að rekja á Álftanes og til gamans má geta þess að Álftaneslaug kemur við sögu á breiðskífu sveitarinnar sem kom út síðasta haust en þar voru tekin upp hljóð sem voru notuð á plötunni.  Hið vinsæla zumba var á sínum stað og í lok kvölds var boðið upp á flot og jóga í innilauginni.

Sundlauganótt í ÁlftaneslaugSundlauganótt í Álftaneslaug

Sundlauganótt í Álftaneslaug

Sundlauganótt í Álftaneslaug

Sundlauganótt í Álftaneslaug