7. sep. 2023

Góður íbúafundur í Urriðaholti

Miklar umræður sköpuðust um hús sem hafa verið lengi í byggingu í hverfinu, en einnig var farið yfir nýtt sorphirðukerfi, leiksvæðin í hverfinu, snjómokstur, umferð um hverfið og opnun út á Flóttamannaveg.

Þetta var afskaplega gott samtal við íbúana,“ segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri um íbúafund í Urriðaholti á mánudagskvöld. Fundinn boðaði Garðabær, en Almar og sviðstjórar bæjarins voru til svara. Á fundunum var farið yfir það sem efst er á baugi í hverfinu og framtíðarsýn hverfisins.

Miklar umræður sköpuðust um hús sem hafa verið lengi í byggingu í hverfinu, en einnig var farið yfir nýtt sorphirðukerfi, leiksvæðin í hverfinu, snjómokstur, umferð um hverfið og opnun út á Flóttamannaveg. 

„Íbúar Garðabæjar eru – og eiga að vera- kröfuharðir og svona fundir gefa okkur góða innsýn inn í þau daglegu verkefni sem þau eiga við í hverfinu,“ segir Almar. Næsti fundur verður haldinn á Álftanesi í haust og svo verður innbæjarfundur í Garðabæ þar næst á eftir. „Mér finnst afskaplega gott að eiga sjálfur og með bæjarskrifstofunni í góðu og reglulegu samtali við bæjarbúa,“ segir Almar.

Hér má horfa á fundinn: 

https://vimeo.com/861979926?share=copy