5. ágú. 2021

Gönguleiðir á kortavef Garðabæjar

Á vef Garðabæjar er flýtileið inn á kortavef bæjarins map.is/gardabaer þar sem hægt er sjá að fjölmargar upplýsingar um bæjarlandið. 

  • Kortavefur Garðabæjar
    Kortavefur Garðabæjar

Á vef Garðabæjar er flýtileið inn á kortavef bæjarins map.is/gardabaer þar sem hægt er sjá að fjölmargar upplýsingar um bæjarlandið. 

Kortavefur Garðabæjar - smellið hér.

Gönguleiðir birtar á kortavefnum

Kortavefurinn getur nýst vel til að sjá hvar gönguleiðir eru í bænum, bæði innanbæjar sem og útivistarstígar í upplandinu. Til að nota hina ýmsum möguleika á kortinu sem þar birtist þarf að haka í viðkomandi reit í upplýsingaglugga efst til hægri og þá birtast upplýsingarnar á kortinu. Þar er t.d. hægt að haka við ,,Samgöngur“ hægra megin og svo velja göngustíga eða útivsitarstíga til að sjá gönguleiðir í bænum. Einnig er í boði að mæla vegalengdir á kortinu með því að fara í mælistiku efst uppi hægra megin á kortavefnum.

Teikningar af húsum og tenging við Skipulagsvefsjá

Kortavefurinn veitir m.a. upplýsingar um staðsetningu lagna, teikningar af öllum húsum í Garðabæ, snjómokstur, fornminjar og framkvæmdaráætlun bæjarins fyrir hvert ár. Kortavefurinn er einnig tengdur skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þar sem nálgast má t.d. deiliskipulag einstakra svæða í sveitarfélaginu.