19. júl. 2019

Gönguleiðir í Garðabæ eru í Wapp-inu

Frá árinu 2016 hafa Garðabær og Wapp (Walking app) verið í samstarfi um birtingu gönguleiða eða svokallaðra söguleiða auk hreyfileiða, þ.e. hjóla- og hlaupaleiða, í Garðabæ í leiðsagnarappinu Wappinu. 

  • Gönguleiðir í Garðabæ í Wappinu
    Gönguleiðir í Garðabæ í Wappinu

Frá árinu 2016 hafa Garðabær og Wapp (Walking app) verið í samstarfi um birtingu gönguleiða eða svokallaðra söguleiða auk hreyfileiða, þ.e. hjóla- og hlaupaleiða, í Garðabæ í leiðsagnarappinu Wappinu. Leiðirnar í Garðabæ eru notendum smáforritsins Wapp að kostnaðarlausu í boði Garðabæjar. 

Eftirfarandi söguleiðir/gönguleiðir í Garðabæ má finna í wappinu: 

  • Vífilsstaðavatn og Gunnhildur
  • Fógetastígur í Gálgahrauni
  • Búrfellsgjá
  • Bessastaðanes
  • Hraunstígur Garðabæ

Söguleiðir eru leiðir með leiðsögn þar sem upplýsingapunktar á réttum stöðum veita upplýsingar í texta og mynd. Upplýsingarnar snerta það sem ástæða þykir til að segja frá í náttúru og umhverfi, úr þjóðsögum eða af lífi fólks á svæðinu fyrr og nú.

Einnig eru í wappinu fjórar hlaupaleiðir í Garðabæ, þar af tvær á Álftanesi sem eru frá fimm og upp í 10 kílómetra langar og tvær hjólaleiðir 15 og 16 km langar, sú lengri á Álftanesi.
Hreyfileiðirnar innihalda minniháttar upplýsingar um umhverfi en þó er fjallað um svæðið í inngangi og þess getið hvort eitthvað sérstakt þurfi að hafa í huga á leiðinni, t.d geta aðstæður verið mismunandi eftir árstíðum. Hreyfileiðarnar hefjast allar við íþróttamiðstöðvarnar á Álftanesi og í Ásgarði.

Um Wappið

Wappið er stafrænn gagnagrunnur leiðarlýsinga á Íslandi sem er miðlað í gegnum app fyrir Iphone og Android snjallsíma. Leiðarlýsingarnar eru um allt land, með GPS ferlum og ljósmyndum og er miðlað á ensku og íslensku til notenda. Leiðarlýsingum er hlaðið á símann og þær notaðar án þess að vera í gagnasambandi. Stokkur ehf. forritar Wappið og Samsýn ehf. sér um kortagrunninn fyrir Ísland.

Á forsíðu, http://www.wapp.is/ eru hlekkir beint á App Store og Play Store til að sækja Wappið.

Leiðirnar í boði Garðabæjar

Athugið allar leiðirnar í Garðabæ eru í boði Garðabæjar. Smellt er á "kort" þegar leiðin hefur verið opnuð og á "já" við spurningunni "Viltu kaupa þessa ferð?" Leiðin kemur þá upp endurgjaldslaust.

Leiðirnar eru með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku og eru notendum að kostnaðarlausu í boði Garðabæjar. 

Vonast er til að þetta samstarf auðveldi íbúum Garðabæjar sem og öðrum að nálgast upplýsingar um áhugaverðar gönguleiðir, sögulegan fróðleik um menningarminjar og útivistarmöguleika í landi Garðabæjar og hvetji til aukinnar hreyfingar og útiveru.