24. ágú. 2023

Grenndargámar fyrir málm

Búið er að setja upp grenndargáma fyrir málm á þremur stöðum í Garðabæ. 

Búið er að setja upp grenndargáma fyrir málm á þremur stöðum í Garðabæ. Gámarnir eru staðsettir á:

  • Holtsvegi 29
  • Ásgarði
  • Norðurnesvegi

Grenndargámar eru hugsaðir fyrir endurvinnsluefnin frá heimilum. Í málmgáma eiga að fara málmar sem falla til á heimilum eins og t.d. niðursuðudósir, dósalok, og þvíumlíkt. Stærri málma skal fara með á endurvinnslustöðvar.